Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Bandaríkjunum?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Bandaríkin er annaðhvort um vorið (seinni hluta mars til seinni hluta maí) eða um haustið (seinni hluta september til seinni hluta október). Þetta eru tímabilin á milli há- og lágannatímans, fyrir og eftir sumarið, svo búast má við mildu veðri og færri gestum á vinsælustu áfangastöðunum.

Frá austri til vesturs eru Bandaríkin 2.680 km löng - og á því svæði eru fimm veðurfarssvæði. Besti tíminn til að heimsækja Bandaríkin snýst því um hvaða stað gestir hafa í huga. Ef smáatriðin skipta ekki máli eru vorið og haustið alla jafna þægilegasti tíminn til að vera í Bandaríkjunum.

Frá miðjum mars og til seinni hluta maí kemur vorið með hlýtt veður og fallega náttúru í þjóðgarðana, skógana og votlendið í syðri fylkjum eins og Kaliforníu, Flórída og Nevada. Það vorar svolítið seinna í nyrðri fylkjunum og borgunum - en þegar það gerist eru til dæmis New York, Washington D.C. og Chicago vinsælir borgaráfangastaðir. Á sama hátt tryggir haustið þægilegt hitastig og heillandi haustlandslag í mörgum hlutum landsins. Fyrir þá sem elska útivist eins og gönguferðir, hjólreiðar og útilegur eru þessi tímabil fullkomin fyrir ferðalagið.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Bandaríkjunum eftir mánuði

Eftir spennu jólanna er allt kyrrlátara í Bandaríkjunum í janúar. Nyrðri fylkin geta sérstaklega verið þungbúin, með stutta daga og mikla snjókomu á mörgum svæðum. Gestir skulu því taka með sér hlýjustu yfirhöfnina svo það fari vel um þá í borgum eins og Boston, New York og Philadelphiu, en þar er haldin árleg Mummers Parade-skrúðganga á nýársdag. Í stað þess að forðast snjóinn má njóta hans á skíðadvalarstöðum eins og Park City, Utah, og Aspen, Colorado - en báðir staðirnir eru þekktir fyrir púðursnjó og sá síðarnefndi fyrir Winter X Games-vetrarleikana sem eru haldnir í lok mánaðarins.

Á hinn bóginn eru syðri fylkin eins og Flórída, Louisiana og Texas mun hlýrri, með meðalhita allt að 16-18°C. Suðurhluti Kaliforníu dregur einnig til sín marga sólarunnendur í janúar, aðallega strandir Orange County og afslappaða borgin San Diego, en einnig fara gestir til eyði2581merkurlandslagsins í Palm Springs, Joshua Tree og Death Valley. En Hawaii er rétti staðurinn fyrir þá sem vilja flýja vetrardepurðina, þar er hitinn í kringum 25°C alla daga.

12°C

Hæsti

3°C

Lægsti

Í febrúar eru dagarnir kaldir og myrkir í mörgum nyrðri fylkjanna. Sá tími er þó frábær til að njóta notalegra fjalladvalarstaða og nýta afsláttarverðin á mörgum helstu áfangastöðunum eins og Chicago og Washington D.C. Almenni frídagurinn Presidents Day er þriðja mánudag mánaðarins og ekki má gleyma Superbowl - stærsta íþróttaviðburði landsins á hverju ári. Þá má halda út í óbyggðir Wyoming og Montana til að skoða úlfa og taka þátt í hundasleðaævintýri - en gleymið ekki að taka með hlýjustu fötin.

Í suðvestrinu flykkjast ferðamenn að Miklagljúfri til að sjá það snævi prýtt, en austar í New Orleans búa heimamenn og gestir sig undir frægar skrúðgöngur og grímuböll Mardi Gras-kjötkveðjuhátíðarinnar sem er haldin seint í mánuðinum. Það er mun hlýrra hérna niðurfrá í febrúar og gestir þar skulu taka með sér léttari föt og litríkan búning fyrir kvöldið.

12°C

Hæsti

4°C

Lægsti

Þegar fyrstu blómin springa út að vori fara margir Bandaríkjamenn - sérstaklega þeir í suðrinu - að huga að hátíðum og fríum á ný. Fylki eins og Georgia, Tennessee og Kalifornía eru að verða þægilega hlý og það er í mars sem stórir hópar af ungum Bandaríkjamönnum fara til Flórída til að verja vorfríinu þar. Þetta er hlýjasti hluti landsins, meðalhitinn fer upp í 22°C og þarna eru fleiri strandir en hægt er að sleikja sólina á.

En breytingin er ekki eins áberandi norðar, þar sem áframhaldandi snjókoma heldur skíðatímabilinu gangandi í fylkjum eins og Utah, Colorado og Wyoming. Fólk þarf að klæða sig mjög vel fyrir ferðalög til staða eins og Boston eða New York - en þær tvær borgir keppast um að halda bestu skrúðgönguna á hátíðardeginum St. Patrick’s Day. Í lok mánaðarins er hvergi betra að vera en í Washington D.C., þar sem hundruð bleikra og hvítra kirsuberjablóma blómstra í Tidal Basin í höfuðborginni í kringum hátíðina National Cherry Blossom Festival.

16°C

Hæsti

7°C

Lægsti

Í apríl fara nyrðri fylkin loks að hrista af sér vetrarkuldann. Hitastigið getur náð upp í 15°C og sólríkir dagar koma. Í staðinn fyrir snjóinn kemur þó oft rigning - sérstaklega á strandsvæðunum eins og New England og Pacific Northwest - svo það er best að vera búinn undir blautt og vindasamt veður.

Fyrir sunnan er kominn tími fyrir langar bílferðir. Fyrir þá sem hyggja á skemmtireisu yfir landið er apríl frábær mánuður til að skoða þjóðgarðana í suðrinu og sleppa við sumarösina. Garðarnir í Utah og Arizona eru góðir kostir á leiðinni til Las Vegas, Nevada. Spilavítishöfuðborg heimsins er ekki of heit á þessum árstíma og í byrjun mánaðarins er þar haldin árlega hátíðin Great Vegas Festival of Beer. Aðrir stórir viðburðir í apríl eru til dæmis tónlistarhátíðin Coachella Music Festival í Kaliforníu, vín- og matarhátíðin Wine and Food Festival í Miami, djasshátíðin Jazz & Heritage Festival í New Orleans og Boston-maraþonið. Haldið er upp á Dag jarðar, Earth Day, og páskana (22., 27. og 28. apríl) um allt landið.

20°C

Hæsti

11°C

Lægsti

Viðburðir í Bandaríkjunum í apríl

Ventura Earth Day Eco Fest

25. apríl 2025

Skúrir í apríl lokka fram blómin í maí - eða svo er sagt. Á þessum tíma eru stærstu hlutar landsins orðnir grænir og fullir af líflegum villiblómum. Hitastigið fer upp í 18-23°C og það er orðið nógu hlýtt til að kanna stórborgirnar í norðrinu eins og New York, Chicago og Washington D.C. án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kuldanum - þó svo að ávallt borgi sig að taka með vatnsheldan jakka til öryggis.

Þessar aðstæður gera maí einnig að frábærum tíma til að kanna náttúruundur landsins. Yellowstone National Park-þjóðgarðurinn í Wyoming og margir þjóðgarðar Utah breytast í jarðfræðileg undralönd, sérstaklega þegar dýraríkið kemur úr dvala, en í Death Valley í Kaliforníu er tilvalið að dást að Vetrarbrautinni. Stóri viðburðurinn þennan mánuðinn er Cinco de Mayo - þegar haldið er upp á mexíkóska menningu með lifandi tónlist, dansi og fjölskylduvænum viðburðum víða um landið. Memorial Day, sem er einn stærsti almenni frídagur landsins, er síðasta mánudag mánaðarins, en þá hefst sumarfrístímabilið.

24°C

Hæsti

15°C

Lægsti

Byrjun júní er líklega ljúfasti hlutinn af dagatali Bandaríkjanna. Í eina eða tvær vikur er veðrið hlýtt og sólríkt nánast hvert sem farið er, og ferðamannastraumurinn hefur ekki náð hátindi sínum. Þetta er frábær tími til að heimsækja þjóðgarða eins og Yosemite í Kaliforníu, þegar fossarnir eru hvað mikilfenglegastir því snjórinn hátt yfir sjávarmáli breytist í leysingavatn. Hátíðatímabilið er einnig komið á fullt, þar má nefna stóra viðburði eins og hátíðina Bonnaroo Music and Arts Festival (Manchester, Tennessee) og gleðigönguna frægu í San Francisco.

Norðar er ekki eins heitt en þó yfir höfuð hlýtt - sérstaklega í borgum við vatnsbakka eins og Cleveland, Providence og Atlantic City. Nóg af viðburðum er í boði. Til dæmis er haldin í Chicago blúshátíðin Blues Festival - en það er þriggja daga veisla þar sem blús og djass eru heiðraðir - og einnig er í New York haldin skrúðganga með vatnsþema, Mermaid Parade, á Coney Island. Það sem trekkir þó mest að er hátíðin ‘Summerfest’, sem er haldin í júní í Milwaukee, Wisconsin, og er stærsta tónlistarhátíð Bandaríkjanna.

27°C

Hæsti

19°C

Lægsti

Júlí er einn heitasti mánuðurinn til að heimsækja Bandaríkin og þá er líka mest af gestum. Skólarnir eru komnir í sumarfrí og bandarískar fjölskyldur blandast öðrum ferðamönnum í þjóðgörðum og á stranddvalarstöðum víða um landið, svo það borgar sig að panta með góðum fyrirvara. Hitastigið er þægilegt rétt fyrir neðan 30°C og allt upp í 35°C í borgum í suðvestrinu eins og Austin, Texas, og Phoenix, Arizona. Það er rakara í austrinu, en stöku þrumuveður draga úr hitanum.

Ef heimsóknin er á réttum tíma má enginn missa af hátíðahöldunum 4. júlí. Um allt land er haldið upp á þjóðhátíðardaginn með skrúðgöngum, veislum og flugeldum, og allt er skreytt í rauðum, hvítum og bláum fánalitunum. Júlí er einnig tilvalinn mánuður til að kanna svæðið Pacific Northwest, þar sem rignir annars mikið, en þar eru borgir eins og Seattle og Portland að verða æ vinsælli. Í þeirri fyrrnefndu er haldin matarhátíðin Bite of Seattle í júlí, en í þeirri síðari er handverksbjór lofaður á hátíðinni Oregon Brewers Festival. Aðrir hápunktar í júlí eru til dæmis alþýðulistahátíðin Santa Fe’s Folk Art Festival og Taste of Chicago - sem er stærsta matarhátíð jarðarinnar.

29°C

Hæsti

21°C

Lægsti

Það má búast við miklum hita í ágúst, en þá fer hitinn í suðrinu sjaldan undir 35°C yfir daginn. Það er einnig mjög mikill raki í sumum borgum og svæðum fyrir austan, en þá er best að fara að næsta vatnsbakka til að láta sér líða betur. Gestir verða þó að vera viðbúnir - flestar strandir eru fullar af borgarbúum og fjölskyldum sem eru að njóta sumarfrísins áður en skólarnir byrja aftur. Það þýðir þó einnig að búast má við lægri verðum og færra fólki á áfangastöðum sem annars eru þétt setnir eins og New York, Chicago og Los Angeles.

Góðu fréttirnar eru þær að Bandaríkin eru með þúsundir kílómetra af dásamlegri strandlengju í boði - allt frá strönd New England til stranda Carolina-fylkjanna og Pacific Coast-Kyrrahafsstrandarinnar í suðurhluta Kaliforníu. Gestir geta einnig notað tækifærið til að kanna þjóðgarðana í fjöllunum eins og Yellowstone og Grand Teton, sem báðir eru í Wyoming, eða þá sem eru í Alaska, en þar eru langir og mildir dagar í ágúst. Annars staðar er hátíðin Iowa State Fair í höfuðborg fylkisins, Des Moines, mestallan mánuðinn, og tennisunnendur geta séð bestu leikmenn heims á vellinum á mótinu US Open í New York.

29°C

Hæsti

20°C

Lægsti

Í september er rólegra og svalara í stórum hluta Bandaríkjanna, aðeins heitustu borgirnar í suðrinu eru með hita yfir 30°C á daginn. Gott er að hafa í huga að í september byrjar einnig fellibyljatímabilið í Flórída, en það er líklega best að forðast. Mánuðurinn byrjar á Labor Day - almennum frídegi sem táknar óopinber sumarlok, en þá eru haldnar stórar veislur og matur er grillaður víða um landið. Tónlistarhátíðin Electric Zoo í New York og djasshátíðin Jazz Festival í Detroit eru góð dæmi.

Aðrir mikilvægir dagar í september eru Patriot Day, þegar atburða 11/9 er minnst, og Constitution Day þann 17. september. Í Kaliforníu er vínuppskeran einnig í september, og áhugamenn um bjór og bratwurst-pylsur gleðjast við upphaf Oktoberfest í borgum eins og Cincinnati og Pittsburgh. En mesta hátíðin er Burning Man - níu daga veisla með raftónlist, heillandi list og samfélagsanda í miðri Black Rock Desert-eyðimörkinni í Nevada.

27°C

Hæsti

18°C

Lægsti

Hitastigið fellur í október og umbreytingin skapar gullfallega haustliti í nyrðri fylkjunum. Það er þó ekki of kalt, svo gestir geta á þægilegan hátt kannað skógana í New England og leitað að bestu stöðunum til að dást að litadýrð náttúrunnar. Aðrir góðir staðir til að njóta haustlitanna í Bandaríkjunum eru Great Smoky Mountains-fjöllin í Norður-Karólínu og Tennessee, og vatnið Lake of the Ozarks, Missouri.

Syðri fylkin verða svalari en halda þó enn í hitann, svo þetta er góður tími til að upplifa heillandi ljós og áhugaverða staði Las Vegas. Sunnar er haldin hátíðin Fantasy Fest - svar Key West við Mardi Gras-kjötkveðjuhátíðinni - og tugir þúsunda heimsækja heittempraða landsvæðið í tíu daga fyrir hrekkjavökuna. Hátíðin 31. október er ein sú mest spennandi á árinu, en þá er boðið upp á skrúðgöngur með hrekkjavökuþema í New York, Los Angeles og Salem, Massachusetts.

22°C

Hæsti

14°C

Lægsti

Ferðamönnum fækkar skarpt í nóvember, þegar veturinn gerir vart við sig. Kaldir vindar blása um mörg nyrðri fylkjanna og taka með sér nóg af rigningu og jafnvel snjó í sumum þeirra. Suður í Flórída lýkur fellibyljatímabilinu og við tekur hlýrra en þurrara tímabil sem hentar afar vel fyrir þá sem vilja heimsækja skemmtigarða Orlando. Það sem best er að pakka niður veltur því á því hvaða svæði skal heimsækja, því mikill munur er á veðurfarinu fyrir sunnan og norðan á þessum árstíma.

Veterans Day er haldinn hátíðlegur þann 11. nóvember, og þakkargjörðin er á fjórða fimmtudegi mánaðarins. Haldið er upp á daginn víða um landið en eitt það frægasta er skrúðgangan Macy’s Day Parade í New York, þar sem alltaf má búast við risastórum vögnum og lúðrasveitum. Næsti dagur er svarti föstudagurinn, Black Friday - stór dagur á jólaverslunardagatalinu og þá bjóða verslanir góðan afslátt um allt land. Þeir sem eru að heimsækja New York ættu einnig að íhuga ferð til Boston til að fylgja Freedom Trail-leiðinni og uppgötva hvar bandaríska byltingin byrjaði.

17°C

Hæsti

8°C

Lægsti

Desember er annasamur mánuður í landinu. Götur helstu borga fyllast af fólki í jólainnkaupum og í þessum mánuði byrjar einnig skíðatímabilið í Rockies-fjöllunum. Dvalarstaðir í Colorado, Wyoming, Montana, Idaho og Utah fyllast af unnendum vetraríþrótta, sem vilja nýta nýfallna snjóinn, en borgir í austrinu og miðvestrinu lýsast upp af jólaskreytingum, auk þess sem þar eru markaðir í evrópskum stíl og skautasvell. Gestir þurfa að búa sig vel ef þeir ætla að heimsækja norðrið í desember - og best er að panta með góðum fyrirvara til að forðast hæstu verðin.

Á suðrænum áfangastöðum eins og Miami og San Diego er enn nógu hlýtt til að fólk geti gengið um á stuttermabol. Jóladagur er frídagur í öllu landinu og á gamlárskvöld má búast við glæsilegum flugeldasýningum um landið allt. Times Square í New York er þekktur staður og þar fellur ‘tímakúlan’ niður fánastöng á meðan talið er niður síðustu mínútuna til miðnættis. Desember er líka besti mánuðurinn til að sjá norðurljósin víða í Alaska.

14°C

Hæsti

6°C

Lægsti

Veður og hitastig í Bandaríkjunum

Besti tíminn til að heimsækja Bandaríkin veltur á því hvað fólk vill upplifa í ferðinni. Ef veðrið er helsta atriðið er gott að muna að Bandaríkin eru með fimm sérstök veðurfarssvæði sem eru ólík á öllum árstímum. Þægilegasta hitastigið er þó alla jafna á vorin og haustin á flestum svæðunum.

Í norðaustrinu - þar sem finna má borgir eins og New York, Boston og Philadelphiu - er meðalhitinn hæst 9°C á vorin og 11°C á haustin, auk þess sem skúrir eru tíðar á svæðinu. Hins vegar eru sólríkar borgir í suðvestrinu eins og Los Angeles, San Francisco og San Diego þar sem hitinn er 12-17°C á vorin og haustin. Lengra upp með vesturströndinni eru Portland og Seattle bæði svalari og blautari, en borgirnar eru í fylkjunum Oregon og Washington. Hitinn seint að vori er hærri á stærstu stöðum miðvestursins eins og Chicago og Columbus en þar getur orðið svalara á haustin, en í borgum suðaustursins eins og Miami og Orlando, Flórída, og New Orleans, Louisiana, nær meðalhitinn upp í 19-22°C á báðum árstíðunum.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
New York Hæsti 4°C 4°C 8°C 15°C 21°C 25°C 29°C 27°C 24°C 18°C 12°C 9°C
Lægsti -3°C -3°C 1°C 7°C 13°C 18°C 22°C 21°C 17°C 12°C 5°C 3°C
Las Vegas Hæsti 15°C 18°C 23°C 26°C 31°C 38°C 39°C 38°C 35°C 28°C 20°C 14°C
Lægsti 4°C 7°C 11°C 14°C 19°C 25°C 27°C 26°C 23°C 16°C 8°C 5°C
Orlando Hæsti 22°C 23°C 25°C 28°C 30°C 31°C 32°C 32°C 31°C 29°C 25°C 25°C
Lægsti 11°C 13°C 15°C 18°C 21°C 23°C 24°C 24°C 23°C 20°C 16°C 15°C
Los Angeles Hæsti 21°C 20°C 22°C 22°C 23°C 24°C 26°C 28°C 29°C 27°C 23°C 19°C
Lægsti 9°C 10°C 12°C 13°C 15°C 17°C 18°C 19°C 19°C 17°C 13°C 10°C
Miami Hæsti 24°C 25°C 26°C 28°C 29°C 30°C 31°C 31°C 31°C 29°C 27°C 26°C
Lægsti 18°C 18°C 19°C 22°C 23°C 25°C 26°C 26°C 25°C 24°C 21°C 20°C
San Francisco Hæsti 14°C 14°C 15°C 15°C 16°C 17°C 18°C 18°C 19°C 19°C 16°C 14°C
Lægsti 9°C 10°C 11°C 11°C 11°C 12°C 14°C 14°C 14°C 14°C 12°C 10°C

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja í Bandaríkjunum

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja í Bandaríkjunum í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 73 146 219 292
  • BGN 248 jan
  • BGN 268 feb
  • BGN 294 mar
  • BGN 310 apr
  • BGN 335 maí
  • BGN 330 jún
  • BGN 333 júl
  • BGN 327 ág
  • BGN 338 sept
  • BGN 350 okt
  • BGN 313 nóv
  • BGN 345 des
    0 73 146 219 292
  • BGN 280 jan
  • BGN 315 feb
  • BGN 328 mar
  • BGN 296 apr
  • BGN 312 maí
  • BGN 406 jún
  • BGN 426 júl
  • BGN 391 ág
  • BGN 342 sept
  • BGN 336 okt
  • BGN 316 nóv
  • BGN 390 des
    0 73 146 219 292
  • BGN 90 jan
  • BGN 98 feb
  • BGN 118 mar
  • BGN 125 apr
  • BGN 134 maí
  • BGN 132 jún
  • BGN 130 júl
  • BGN 130 ág
  • BGN 134 sept
  • BGN 131 okt
  • BGN 122 nóv
  • BGN 142 des
    0 73 146 219 292
  • BGN 377 jan
  • BGN 403 feb
  • BGN 424 mar
  • BGN 402 apr
  • BGN 397 maí
  • BGN 538 jún
  • BGN 566 júl
  • BGN 492 ág
  • BGN 452 sept
  • BGN 440 okt
  • BGN 460 nóv
  • BGN 556 des
    0 73 146 219 292
  • BGN 347 jan
  • BGN 355 feb
  • BGN 362 mar
  • BGN 366 apr
  • BGN 385 maí
  • BGN 410 jún
  • BGN 431 júl
  • BGN 416 ág
  • BGN 408 sept
  • BGN 405 okt
  • BGN 380 nóv
  • BGN 397 des

Bestu staðirnir til að heimsækja í Bandaríkjunum

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna í Bandaríkjunum!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt í Bandaríkjunum