Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Ítalíu?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Ítalíu er á vorin, frá apríl til júní eða á haustin í september og október.

Að ferðast á þessum tíma gerir þér kleift að kanna margbreytileg héruð landsins í notalegum hita og það eru færri ferðamenn á ferli en yfir sumartímann. Með vorinu fara fjölmargar hátíðir fram víðsvegar um landið og litrík villt blóm spretta upp í sveitalegu Alpahéruðunum. Í apríl eru hátíðahöld tengd páskunum í fullum gangi og einstakir viðburðir á borð við burtreiðamót riddara í miðaldastíl. Á haustin fara fram stórkostlegar matarhátíðir og uppskerutímabilið gefur af sér nýtt vín og trufflur. Á haustin er hægt að upplifa glamúrinn á helstu kvikmyndahátíðunum í Feneyjum og Róm eða heimsækja strendurnar í suðri og njóta síðustu hlýju daga sumarsins.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Ítalíu eftir mánuði

Janúar er kaldasti mánuðurinn alls staðar á Ítalíu svo best er að hafa hlý föt með í för fyrir vetrarveðrið. Í norðrinu er meðalhitinn á milli 4°C og 7°C meðan hitastigið fer upp í um 14°C í mið- og suðurhluta landsins. Nýja árið gengur í garð með mörgum frídögum svo mörg fyrirtæki eru lokuð í einhverja daga í byrjun mánaðarins.

Jólahátíðin stendur fram yfir áramótin og endar með þrettándanum (eða La Befana) þann 6. janúar. Hátíðir eru breytilegar milli borga en þær bestu fara fram í Feneyjum og Urbania í Marche-héraði. Janúar er einnig frábær tími til að fara á skíði á Ítalíu en þá er minna um fólk á helstu skíðasvæðunum í Ölpunum og í Dólómítafjöllunum. Fuoco di Sant'Antonio-hátíðin fer fram þann 17. janúar í mörgum bæjum í norður- og miðhlutanum. Búast má við bálköstum, dansi og að margir skáli fyrir verndardýrlingi slátrara, húsdýra, körfugerðarfólks og gröfurum.

9°C

Hæsti

2°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Í febrúar hefur hitastigið hækkað aðeins en það er enn jakkaveður í flestum hlutum landsins. Skíðatímabilið nær hámarki samhliða skólafríunum og því má búast við margmenni í brekkunum. Hitastigið í landinu er frá 0°C í norðurhluta Alpanna til 15°C í sólríkari suðurhluta landsins.

Einn fögnuður stendur upp úr í febrúar en það er kjötkveðjuhátíðin. Þó margir bæir fagni byrjun föstunnar með þessum hætti er kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum sú frægasta. Hafnarborgin breytist í eitt stórt leikhús með vönduðum grímum, stílhreinum skikkjum og íburðarmiklum grímuböllum með kvöldverði og skemmtun. Aðrar þekktar kjötkveðjuhátíðir eru í Viareggio, Veróna og Ivrea en þar er haldinn risastór matarslagur sem kallast Appelsínubardaginn. Ef að leika sér með mat er ekki efst á lista er tilvalið að fara til bæjarins Norcia í Umbria-héraði og smakka verðlaunaðar „tartufo nero“ eða svartar trufflur.

9°C

Hæsti

2°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Veðrið er óútreiknanlegt í mars og því þarf að pakka niður fötum fyrir bæði sól eða rigningu. Snemma í mars er yfirleitt kalt og blautt en þegar vorið kemur til landsins hækkar hitinn í um 16°C í lok mánaðarins. Ef veðrið spilar ekki hlutverk í afþreyingunni, eins og sólbað eða gönguferðir, er lágannatímabilið frábær tími til að ferðast til Ítalíu þar sem færra fólk er á ferðinni.

Þar sem hátíðir kirkjudagatalsins eru ekki alltaf á sama tíma getur kjötkveðjuhátíðin eða páskarnir farið fram í mars. Því þarf að athuga viðburðadagskrá áður en haldið er í ferðina. Aðrar hátíðir eru meðal annars Alþjóðlegi baráttudagur kvenna þann 8. mars og opna safnahelgin þegar byggingar sem yfirleitt eru lokaðar almenningi opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Tímasetning helgarinnar er breytileg svo að best er að plana ferðalagið fyrirfram ef áhugi er fyrir söfnunum. Hlauparar halda til Rómar til að taka þátt í árlega maraþoninu á meðan matgæðingar flykkjast til Flórens fyrir þriggja daga matarhátíð sem haldin er innandyra í Stazione Leopolda.

14°C

Hæsti

5°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Vorið er í fullum skrúða og páskahelgin er í aðalhlutverki í öllu landinu í apríl. Veðrið er áfram óútreiknanlegt og því er nauðsynlegt að taka með vatnsheld föt og regnhlíf til að verjast regnskúrunum í apríl. Mildara hitastig hentar vel fyrir útivist, sérstaklega innan um blómin í fjöllum Calabria og á Sikiley. Meðalhitinn þar er í kringum 18°C.

Í apríl fara fram fjölmargar hátíðir. Í Mílanó fer fram Salone Internazionale del Mobile-húsgagnasýningin og í Flórens er haldið upp á Maggio Musicale Fiorentino þar sem borgin fyllist af tónlistar- og leiklistarviðburðum. Veróna heldur hina árlegu Vinitaly-vín- og áfengissýningu með smökkunum, vinnustofum og bókaupplestri. Þann 25. apríl fara fram tvær hátíðir þegar Ítalir fagna Frelsisdeginum og í Feneyjum er haldið risastórt partí til heiðurs Markúsi, verndardýrlingi borgarinnar.

17°C

Hæsti

9°C

Lægsti

12 dagar

Úrkoma

Maí gengur einnig undir heitinu mánuður rósanna og gefur merki um að vorið sé á komið, með hlýrra veðri og blómstrandi náttúru. Meðalhiti er í kringum 18–21°C en best er að hafa hlýja peysu eða jakka með í för fyrir svalari kvöldin.

1. maí er almennur frídagur í landinu og margar áhugaverðar hátíðir og skrúðgöngur eru í gangi. Það má búast við að verslanir og veitingastaðir verði lokaðir. Stærsta hjólreiðakeppni Ítalíu – Giro d’Italia – byrjar snemma í maí og stendur yfir allan mánuðinn en hún fer í gegnum langar og strangar Alpafjallaleiðir og miðbæi stórborga. Í þessum mánuði halda margar borgir eins og Róm og Flórens sína árlegu safnanótt, þegar stærstu söfnin bjóða ókeypis aðgang, sérstaka viðburði og opið er fram eftir kvöldi. Síðustu helgi mánaðarins opnast dyrnar að hundruðum vínkjallara víðsvegar um landið í tilefni að Cantine Aperte-hátíðinni. Hægt er að smakka vín frá mörgum héruðum, hitta framleiðendurna og læra allt um vínberjauppskeru og dreifingu.

21°C

Hæsti

12°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Sumarið er sannlega byrjað á Ítalíu svo tilvalið er að taka sólgleraugun og sumarfötin með fyrir hlýja veðrið og sólskinið. Meðalhiti er í kringum 21°C í byrjun mánaðarins og gæti farið upp í 30°C í lok mánaðarins.

Lýðveldishátíð Ítalíu er haldin 2. júní. Þetta er almennur frídagur sem fagnað er með skrúðgöngum og partíum í hverjum kima landsins. Stærsta hátíðin fer fram í Róm með flugsýningu í boði ítalska flughersins og ókeypis aðgangi að söfnum sem rekin eru af borginni. Það er tilvalið að njóta góða veðursins með gönguferð um fallegu toskönsku sveitina eða taka því rólega á sandströndum Sardiníu eða á Amalfi-ströndinni. Fyrir eitthvað öðruvísi er hægt að kíkja á Giostra del Saracino, miðaldaburtreiðamót sem haldið er þriðja laugardag í júní í toskanska bænum Arezzo.

26°C

Hæsti

16°C

Lægsti

9 dagar

Úrkoma

Júlí er einn heitasti mánuður ársins, lítið er um rigningu og hitastigið fer upp í 31°C. Skólinn er kominn í frí og fjölskyldur halda til fjalla eða á sandstrendurnar í suðri. Borgir og þorp sýna sitt besta með hátíðum til að laða að ferðamenn.

Þrátt fyrir stórkostlegt veður getur verið þreytandi að kanna borgirnar í hitanum svo mikilvægt er að pakka nægum léttum fötum, sólarvörn og drekka nóg af vatni. Tónlistarunnendur geta tekið gleði sína þar sem úr nógu er að velja – hátíðir eins og Alkantara Fest á Sikiley og Umbria Jazz-hátíðin fara báðar fram í júlí. Einnig fer fram Ravello Festival þar sem fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru haldnir við fallegu Amalfi-strandlengjuna. Róm lætur þó ekki stela frá sér senunni en þar fer fram viðburðaríka hátíðin Estate Romana, með lifandi tónlist, danssýningum og aðgangi að söfnum langt fram á kvöld.

29°C

Hæsti

19°C

Lægsti

6 dagar

Úrkoma

Það eru tvö orð sem lýsa Ítalíu best í ágúst – rándýr og yfirfull. Mikið af heimafólki fer á frí svo mörg fyrirtæki, eins og verslanir og veitingastaðir, eru lokuð allan mánuðinn. Það er best að sleppa því að ferðast til landsins í ágúst ef hægt er. Ef það er ekki hægt er enn margt sem hægt er að sjá og gera. Það má búast við að hitastigið nái allt að 32°C.

Sumarhátíðirnar eru enn í gangi á Sikiley, í Palermo fer fram alþjóðlega hátíðin Teatro de Fuoco og á Ypsigrock í Castelbuono koma fram þekktar rokkhljómsveitir. 15. ágúst er almennur frídagur sem kallast Ferragosto en þá fagna kaþólikkar himnaför Maríu mey, öðru nafni Maríumessu. Heimamenn hefja sumarfríin sín á þessum tíma og því tæmast borgirnar og strendurnar fyllast af fólki.

29°C

Hæsti

19°C

Lægsti

7 dagar

Úrkoma

September er fullkominn tími til að heimsækja Ítalíu þar sem hitastigið lækkar og mannmergðin sem einkenndi sumarið minnkar. Meðalhiti er í kringum 27°C en það eru meiri líkur á rigningu en í fyrri mánuðum. Því er skynsamlegt að taka með sér regnhlíf til vonar og vara.

Glæsilega hátíðin Biennale Cinema, eða Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Feneyjum, fer fram með stjörnuprýddum frumsýningum á Lido-strönd. Tímasetning hátíðarinnar er breytileg en hún byrjar yfirleitt í lok ágúst og stendur yfir fram í byrjun september. Borgin heldur einnig sögulega Regata Storica di Venezia fyrsta sunnudaginn í september en þar keppa búningaklæddir gondólaræðarar á Canal Grande-síkinu. Aðdáendur Shakespeare geta tekið þátt í afmælisfögnuði Júlíu fyrstu helgi mánaðarins. Þá fer fram hundruð manna skrúðganga um stræti Veróna, allir klæddir í búninga frá þeim tíma. September markar einnig upphaf vínberjauppskerunnar, svo ef smá „vino“ heillar skal halda til Chianti fyrir árlegu vínsýninguna eða Douja d'Or-vínsýninguna í Asti.

24°C

Hæsti

15°C

Lægsti

9 dagar

Úrkoma

Haustið lætur til sín taka á Ítalíu í október með hitastigi sem rétt slagar í 20 gráður. Hins vegar gæti rignt og verið kalt á kvöldin svo best er að taka með nokkur hlý föt aukalega. Þetta er góður tími til að heimsækja strendurnar í suðri en þá eru færri á ferðinni og enn er hlýtt í veðri.

Árlega kvikmyndahátíð Rómar stendur yfir frá miðjum og fram í lok október. Þá flykkjast Hollywood-stjörnurnar að sögulegu höfuðborginni til að vera viðstaddar heimsfrumsýningu á um 40 kvikmyndum. Til að uppgötva smá af frægu matseld Ítalíu ættu sælgætisgrísir að halda til Perugia á viðburðinn Eurochocolate. Ásamt því að bjóða upp á mikið af súkkulaði er einnig boðið upp á tónlist, vinnustofur og vínsmökkun. Ef ferðinni er heitið til Alba í Piemonte-héraði er hægt að skella sér á stærstu truffluhátíð Ítalíu. Hún er haldin hverja helgi í október og nóvember.

19°C

Hæsti

12°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Nóvember er lágannatími í ferðamennsku á Ítalíu og því er það góður tími til að njóta menningarinnar í friði, þó vetrarkuldinn sé mættur á svæðið. Hitastigið fer niður í 4°C í norðri en það helst tiltölulega hlýtt í suðri, eða á milli 13–18°C. Hlý og vatnsheld föt eru nauðsynleg en það rignir mikið á öllu landinu.

Mánuðurinn hefst á Allraheilagramessu þann 1. nóvember – þetta er almennur frídagur þar sem hægt er að mæta til messu í sögulegum kirkjum á borð við Markúsarkirkju í Feneyjum og Péturskirkju í Vatíkaninu. Trufflutímabilið er í fullum gangi í bæjum eins og Alba og Asti í Piemonte. Miðaldabærinn San Miniato í hæðum Toskana heldur markaði til heiðurs sveppnum dásamaða. Nóvember er frábær mánuður fyrir óperuaðdáendur sem vilja upplifa sýningu í heimsfrægum óperuhúsum eins og La Fenice í Feneyjum eða La Scala í Mílanó.

15°C

Hæsti

8°C

Lægsti

13 dagar

Úrkoma

Í desember taka árstíðabundnir fögnuðir yfir víðsvegar um landið þegar undirbúningur jólanna er settur í fimmta gír. Vetrarveðrið er kannski að ná hámarki og því er nauðsynlegt að halda á sér hita með bolla af hefðbundnu jólaglöggi ef þú ert á fjallasvæðunum fyrir norðan, þykku heitu súkkulaði eða ljúffengum kaffibolla. Skynsamlegt er að taka með sér vettlinga, trefil, húfu og hlý föt þar sem frostið gæti farið niður í -4°C í norðurhluta landsins. Skíðasvæði í Ölpunum á borð við Cervinia og Livigno lifna við þegar skíðatímabilið gengur í garð með snæviþöktum skíðabrekkum.

Þann 8. desember er dagur hins óflekkaða getnaðar og er fyrsti almenni frídagur jólahátíðarinnar. Þá fara fram skrúðgöngur og tónlistarviðburðir. Jólamarkaðir færa borgum og þorpum notalegan jólaanda. Vinsælustu markaðirnir eru meðal annars jólahátíðin í Perugia, jólamarkaðurinn í Trento og Weihnachtsmarkt í Merano. Ef nýársfögnuðirnir heilla þá má búast við miklu af flugeldum á helstu torgum og stórum útitónleikum í borgum eins og Róm, Mílanó og Rimini.

10°C

Hæsti

3°C

Lægsti

13 dagar

Úrkoma

Veður og hitastig á Ítalíu

Þegar kemur að veðri er best að heimsækja Ítalíu frá apríl til júní og milli september og október. Þá er hitastigið milt og gott. Best er að forðast ágúst en veðrið er heitt og mollulegt hvarvetna í landinu. Í suðurhluta landsins er að mestu leyti sólríkt og hlýtt allan ársins hring fyrir þá sem kjósa fallega sjávarsíðu og hitastig sem leyfir aðeins léttari klæðnað. Vinsælir staðir eru meðal annars ítalska rívíeran við norðurströndina og Amalfi-strandlengjan og Sardinía fyrir sunnan en best er að halda sig frá þeim yfir sumarmánuðina júlí og ágúst. Þá fer hitastigið upp í 30°C og strendurnar eru þéttsetnar. Ef fólksfjöldinn og hlýja veðrið er yfirþyrmandi er september frábær tími til að sækja landið heim. Ef snjór er í meira uppáhaldi en sandur er skíðatímabilið frá nóvember til apríl tilvalið.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
Róm Hæsti 13°C 13°C 17°C 20°C 23°C 28°C 31°C 31°C 27°C 23°C 18°C 14°C
Lægsti 4°C 4°C 7°C 10°C 13°C 17°C 20°C 20°C 17°C 14°C 10°C 5°C
Úrkoma 13 dagar 11 dagar 12 dagar 13 dagar 11 dagar 10 dagar 7 dagar 7 dagar 9 dagar 12 dagar 13 dagar 13 dagar
Mílanó Hæsti 7°C 8°C 15°C 18°C 22°C 27°C 30°C 29°C 24°C 18°C 13°C 8°C
Lægsti 1°C 0°C 5°C 9°C 13°C 17°C 20°C 19°C 15°C 11°C 6°C 1°C
Úrkoma 13 dagar 11 dagar 12 dagar 13 dagar 11 dagar 10 dagar 7 dagar 7 dagar 9 dagar 12 dagar 13 dagar 13 dagar
Flórens Hæsti 10°C 10°C 15°C 18°C 22°C 28°C 31°C 31°C 25°C 21°C 15°C 10°C
Lægsti 2°C 3°C 6°C 9°C 11°C 16°C 18°C 18°C 15°C 12°C 8°C 3°C
Úrkoma 13 dagar 11 dagar 12 dagar 13 dagar 11 dagar 10 dagar 7 dagar 7 dagar 9 dagar 12 dagar 13 dagar 13 dagar
Napolí Hæsti 13°C 12°C 16°C 19°C 22°C 27°C 30°C 31°C 27°C 23°C 18°C 14°C
Lægsti 6°C 5°C 8°C 11°C 14°C 18°C 21°C 21°C 18°C 15°C 11°C 6°C
Úrkoma 13 dagar 11 dagar 12 dagar 13 dagar 11 dagar 10 dagar 7 dagar 7 dagar 9 dagar 12 dagar 13 dagar 13 dagar
Feneyjar Hæsti 8°C 9°C 14°C 18°C 22°C 27°C 29°C 29°C 24°C 19°C 14°C 8°C
Lægsti 2°C 2°C 6°C 10°C 14°C 18°C 21°C 20°C 16°C 12°C 7°C 2°C
Úrkoma 13 dagar 11 dagar 12 dagar 13 dagar 11 dagar 10 dagar 7 dagar 7 dagar 9 dagar 12 dagar 13 dagar 13 dagar
Bologna Hæsti 7°C 7°C 14°C 18°C 22°C 28°C 31°C 30°C 24°C 18°C 13°C 7°C
Lægsti 1°C 0°C 5°C 9°C 12°C 17°C 19°C 19°C 14°C 11°C 6°C 1°C
Úrkoma 13 dagar 11 dagar 12 dagar 13 dagar 11 dagar 10 dagar 7 dagar 7 dagar 9 dagar 12 dagar 13 dagar 13 dagar

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja á Ítalíu

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja á Ítalíu í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 48 96 144 192
  • £119 jan
  • £128 feb
  • £131 mar
  • £150 apr
  • £155 maí
  • £156 jún
  • £159 júl
  • £161 ág
  • £157 sept
  • £153 okt
  • £122 nóv
  • £146 des
    0 48 96 144 192
  • £97 jan
  • £102 feb
  • £107 mar
  • £120 apr
  • £120 maí
  • £121 jún
  • £130 júl
  • £133 ág
  • £119 sept
  • £118 okt
  • £102 nóv
  • £129 des
    0 48 96 144 192
  • £32 jan
  • £36 feb
  • £43 mar
  • £54 apr
  • £57 maí
  • £61 jún
  • £58 júl
  • £54 ág
  • £55 sept
  • £51 okt
  • £38 nóv
  • £43 des
    0 48 96 144 192
  • £81 jan
  • £83 feb
  • £90 mar
  • £96 apr
  • £107 maí
  • £111 jún
  • £130 júl
  • £138 ág
  • £106 sept
  • £96 okt
  • £83 nóv
  • £106 des
    0 48 96 144 192
  • £73 jan
  • £75 feb
  • £85 mar
  • £94 apr
  • £98 maí
  • £98 jún
  • £101 júl
  • £106 ág
  • £99 sept
  • £95 okt
  • £79 nóv
  • £92 des

Bestu staðirnir til að heimsækja á Ítalíu

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna á Ítalíu!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt á Ítalíu